Viðskiptaráð Íslands

Sammála um nauðsynlegar aðgerðir

Í síðustu viku birti Evrópusambandið skýrslu um efnahagsspá Evrópu undir heitinu „European Economic Forecast“. Í skýrslunni er fjallað um Ísland og er þar m.a. komið inn á fjárhagsvanda fyrirtækja hér á landi. Undirstrikað er mikilvægi þess að fyrirtæki fái aukið aðgengi að fjármagni til að koma nýjum verkefnum af stað, en þar segir að „stór fjárfestingaverkefni [á Íslandi] tefjast enn vegna tæknilegra, fjárhagslegra og pólitískra vandamála“. Ljóst er, eins og Viðskiptaráð hefur áður bent á, að lélegt aðgengi að fjármagni í sambland við óstöðugleika í þeirri umgjörð sem íslensku viðskiptalífi er búið hamlar endurreisn atvinnulífsins hér á landi.

Óraunhæfar áætlanir um vöxt hagkerfisins
Í skýrslunni er einnig sérstaklega fjallað um þær bjartsýnu forsendur sem hafðar voru að leiðarljósi við gerð fjárlaga fyrir árið 2011. Þar er m.v. óraunhæfar áætlanir um vöxt hagkerfisins og auknar tekjur ríkissjóðs. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi áætlanir muni leiða til aukins fjárlagahalla, nema ef komi til aukins niðurskurðar eða skattahækkana. Nýverið gaf Viðskiptaráð út skoðun þar sem farið er yfir fjárlagafrumvarp næsta árs. Þar segir m.a. „enn er svigrúm til niðurskurðar í mörgum útgjaldaflokkum ríkissjóðs. Furðu vekur að það svigrúm hafi ekki verið nýtt frekar í fjárlagafrumvarpinu. Í stað þess að laga útgjöld ríkissjóðs frekar að tekjum eru stórir útgjaldaliðir látnir nær óhreyfðir og ekki nægilega leitast við að endurskilgreina þjónustuframboð hins opinbera.“ 

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024