Þetta er ein niðurstaða sameiginlegrar skýrslu Norrænu samkeppniseftirlitanna sem kynnt var í gær, en árlegur fundur þeirra stendur nú yfir. Í skýrslunni leggja forstjórar samkeppniseftirlitanna áherslu á nauðsyn alþjóðlegrar samkeppnishæfni Norðurlandanna, sem tiltölulega lítil og opin hagkerfi, til að vernda og viðhalda velferðarkerfinu.
Þá fjallar skýrslan jafnframt um aukin inngrip af hálfu hins opinbera í atvinnulífið, sem oft vilja verða við efnahagsaðstæður sem nú ríkja, og neikvæð áhrif þeirra á samkeppni. Samkeppniseftirlitin ítreka þannig mikilvægi þess að eignarhlutar hins opinbera, sem til eru komnir vegna slíkra inngripa, séu seldir aftur til einkaaðila þegar aðstæður leyfa og að í inngripum sem þessum felist ávallt greið útgönguleið fyrir hið opinbera. Er þetta í samræmi við eina af mörgum áherslum síðasta Viðskiptaþings Viðskiptaráðs þar sem ráðið fjallaði m.a. um nauðsyn þess að stjórnvöld skilgreini á ný hver hagkvæmasta verkaskipting ríkis og einkaaðila verði í komandi framtíð.
Skýrslu Norrænu samkeppniseftirlitanna má nálgast hér.
Skýrslu síðasta Viðskiptaþings má nálgast hér.