Viðskiptaráð Íslands

Ályktun stjórnar Viðskiptaráðs Íslands um aðild Íslands að Evrópusambandinu

Vegna núverandi efnhagsaðstæðna og mikilvægi þess að sem fyrst verði komið á meiri vissu um framtíðarskipan peningamála hefur stjórn Viðskiptaráðs Íslands ályktað um afstöðu ráðsins til mögulegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu.  Ályktunin var samþykkt á fundi stjórnar Viðskiptaráðs í liðinni viku:

Ályktun stjórnar Viðskiptaráðs Íslands um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar er mikilvægt að opin umræða um lausnir á efnahagsvandanum eigi sér stað og að þar verði tilteknir valkostir ekki útilokaðir.  Í þessu sambandi verður ekki hjá því litið að raunverulegir efnahagslegir kostir fylgja aðild að myntbandalagi Evrópu og Evrópusambandinu (ESB).  Þeir kostir verða ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn.  Því mælist stjórn Viðskiptaráðs Íslands til þess að þegar í stað verði skilgreind samningsmarkmið og að sótt verði um aðild að ESB í kjölfarið.  Þannig verði kostir aðildar kannaðir um leið og sérstökum íslenskum hagsmunum,  einkum þeim sem lúta að nýtingu og stjórnun auðlinda, verður skilyrðislaust haldið til haga.  Stjórn Viðskiptaráðs Íslands tekur afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir.


Viðskiptaráð Íslands
Reykjavík, 15. desember, 2008

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024