Viðskiptaráð Íslands

Fyrirtækin á beinu brautina

Á föstudag fór fram opinn fundur á Grand Hótel þar sem samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja var kynnt stjórnendum. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti samkomulagið en í máli hans kom m.a. fram að það myndi stuðla að hraðari úrlausn skuldamála fyrirtækja. „Nú þurfa fyrirtæki ekki að velta því fyrir sér að eitthvað betra sé handan við hornið“ - lausnin er komin og því mikilvægt fyrir viðeigandi fyrirtæki að hafa samband við sinn viðskiptabanka sem fyrst til að koma málum sínum í ferli.

Hann undirstrikaði mikilvægi þess að hér væri umhverfi til verðmætasköpunar sem skapi jafnframt ný tækifæri. Að lokum minnti hann á að þrátt fyrir áföll síðustu þurfum við „á því að halda að eiga atvinnulíf sem er til í að taka áhættu“ en tók ennfremur fram að áhættu fylgir ábyrgð. Einnig fluttu framsöguerindi þau Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Björk Þórarinsdóttir hjá Arion banka.

Viðskiptaráð hefur opnað upplýsingavef um samkomulagið
Á upplýsingavef Viðskiptaráðs er að finna spurningar og svör tengd samkomulaginu. Fyrirtæki eru hvött til að kynna sér efni þess og leita til síns fjármálafyrirtækis eftir nánari upplýsingum og endurskipulagningu á grunni samkomulagsins.

Á síðunni eru tilgreind fyrirtæki innan vébanda Viðskiptaráðs sem hafa lýst sig reiðubúin til að aðstoða í þeirri umleitan. Tengiliði innan fyrirtækjanna og símanúmer þeirra má finna á upplýsingavefnum. Sjá hér: www.vi.is/beinabrautin

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024