Kynningarfundur um stuðning við nýsköpun

Staðsetning: Grand Hótel

SME week mynd 

Evrópska fyrirtækjavikan 2010:

Kynningarfundur um stuðning við nýsköpun

Tíu frumkvöðlar og fulltrúar fyrirtækja í nýsköpun miðla af reynslu sinni og hátt í tuttugu aðilar úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi kynna þjónustu sína á kynningarfundi á Grand hótel 26. maí. Markmið kynningarinnar er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðning við nýsköpun á Íslandi.

Á fundinum verða tvær málstofur, annars vegar fyrir einstaklinga með nýjar viðskiptahugmyndir og fyrirtæki í startholunum og hins vegar fyrir þroskaðri sprotafyrirtæki og fyrirtæki í nýsköpun. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð ásamt Hátækni- og sprotavettvangi standa að fundinum í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni SME Week 2010 sem haldin er hátíðleg um alla Evrópu dagana 25. maí - 1. júní.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hér

Dagskrá:

8:45 - 9:15 - Kynningarbásar opnaðir
9:15 - 9:40 - Stuðningur við nýsköpun á Íslandi
9:40 - 11:00 - Málstofur: Reynsla frumkvöðla og fyrirtækja í nýsköpun
11:00 - 12:00 - Aðilar kynna þjónustu sína í básum  

Aðilar með bása eru: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Útflutningsráð, Rannís, Samtök iðnaðarins, Innovit, Klak- nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Hugmyndahús háskólanna, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Frumtak, Einkaleyfastofa, Kauphöllin, Hönnunarmiðstöð, Byggðastofnun, Vinnumálastofnun og Matís.

Tengt efni

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...

Viðskiptaráð bakhjarl rannsóknar í því hvernig loka megi kynjabilinu í atvinnulífinu

„Tilgangur rannsóknanna og framlag til vísindasamfélagsins er að koma auga á og ...
25. okt 2023

Samkeppnishæfni Íslands stendur í stað

Niðurstöður úttektar IMD háskóla á samkeppnishæfni ríkja voru kynntar á fundi ...
20. jún 2023