Viðskiptaráð hefur í starfsemi sinni á síðustu misserum hvatt fyrirtæki til að standa skil á ársreikningum sínum og bent á mikilvægi þess fyrir atvinnulífið í heild. Þá hefur ráðið undanfarið unnið í samstarfi við ýmsa aðila að því að skerpa hvata fyrirtækja til að skila inn ársreikningum á tilsettum tíma. Þó eitthvað hafi áunnist í þeim efnum er ljóst að vinna þarf frekar að því að bæta skil á ársreikningum, en aðeins um 60% skilaskyldra fyrirtækja hefur skilað ársreikningi fyrir árið 2009 til ársreikningaskrár.
Þetta hefur ráðið gert fram til þessa til að vinna að farsælli lausn í málinu:
Mikilvægt fyrir atvinnulífið
Nú hefur ríkisskattstjóri gefið það út að sektarákvæðum verði beitt á þau ríflega 15.000 fyrirtæki sem ekki hafa skilað inn ársreikningi fyrir árið 2009. Þá hafa lagabreytingar jafnframt verið nefndar sem auðvelda myndu yfirvöldum að svipta eigendur félaga réttinn á takmarkaðri ábyrgð og bæru þeir því fulla ábyrgð á rekstri félagsins með sínum einkaeigum. Viðskiptaráð hvetur því enn og aftur þá félaga ráðsins sem ekki hafa skilað ársreikningi til að gera það sem allra fyrst og koma þannig í veg fyrir sektir, hvað þá róttækari úrræði.
Hér er um að ræða mál sem mikilvægt er fyrir atvinnulífið að fylgja eftir. Viðskiptaráð mun því halda áfram að beita sér af krafti í þessum málaflokki og stuðla þannig að gagnsærra og heilbrigðara viðskiptalífi.
Nýlegar umfjallanir fjölmiðla um málið:
Eldri fréttir Viðskiptaráðs: