Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2011: Vöxtur greina sem byggja á hafinu

Á Viðskiptaþingi var sérstaklega fjallað um þá atvinnustarfsemi sem byggir á og tengist auðlindum sjávar, en það gerðu þeir Eggert Benedikt Guðmundsson frá HB Granda, Jón Ingi Björnsson frá Trackwell og Jóhann Jónasson frá 3X Technology. Eggert ræddi vaxtatækifæri sem eru í tengdum greinum, sérstaklega tækniiðnaði. Fram kom í máli hans að þar verði vaxtarbroddur framtíðar og störfum að fjölga verulega.  Skoraði hann á fjárfesta að huga sérstaklega að þessari þróun, til að taka þátt í vaxtarbroddi og aukinni verðmætasköpun sem byggir á einum af megin styrkleikum íslenska atvinnulífs, öflugum útvegi.



Viðfangsefni Jóns Inga var hvernig móta má söluhæfa vöru úr þekkingu. Hann fjallaði um þá virðisuppsprettu sem þekkingarsmit og samstarf myndar í atvinnugreinum. Tók hann dæmi af eigin fyrirtæki, hvernig ferlið vindur upp á sig og hvernig af hlýst ávinning flestra hagsmunaaðila, iðnaðar, útgerðar, ríkissjóðs og samfélags.

Jóhann tók svo síðastur til máls og fjallaði um þá öfundsverðu forystustöðu sem íslenskur sjávarútvegur hefur tryggt sér á heimsvísu en einnig hættuna á því að hún tapist ef ekki er stefnt að stöðugum framförum, með fjárfestingu og sókn í hagkvæmni.

Glærur Eggerts, Jóhanns og Jóns Inga má nálgast hér.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026