Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2011: Ísland býður uppá fjölmörg tækifæri

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fjallaði um stöðu efnahagslífsins og mikilvægi þess að horfa fram á veg á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem stendur nú yfir. Ráðherra sagði Ísland bjóða uppá fjölmörg tækifæri, sem þyrfti að nýta af skynsemi. Nú sem aldrei fyrr þyrfti athafnafólk til að grípa tækifærin og samtakamátt. Stöðugleiki í efnahagsmálum, sem nú væri í fyrsta skipti í mörg ár innan seilingar, skapaði grundvöll fyrir þá sókn.

Það mætti hins vegar ekki tala niður ástandið „... að ekkert sé að gerast, ekkert framundan. Þeir sem það gera skapa aðeins neikvæð áhrif fyrir samfélagið í heild.“ Forystumenn atvinnulífs og stjórnvöld yrðu núna að sýna í verki trú á íslenskt samfélag. Ráðherra sagði það sameiginlegt verkefni allra að horfa fram á veginn, sameinast um framtíðarsýn og hefjast handa við uppbygginguna. Hluti af því væri víðtækt samráð sem í bígerð væri á sviðum efnahagsmála til næstu 10 ára.

Ráðherra kom víða við í erindi sínu og ræddi jafnframt um að:

  • stöðugleiki væri frumforsenda þess að fyrirtæki fari að fjárfesta
  • jákvæður viðskiptajöfnuður auðveldaði afnám gjaldeyrishafta, en þeim yrði ekki aflétt á einum degi
  • hrein skuldastaða þjóðarbúsins væri betri, sem væri mikilvægur liður þess að endurheimta traust á íslenskt efnahagslíf
  • ummæli um orð án athafna þegar rætt væri um verkefni ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum væru öfugmæli, hvorki sanngjörn né uppbyggileg
  • eitt mikilvægasta verkefnið í dag væri friður á vinnumarkaði
  • það bæri vott um píslarvætti að segja að um raunverulegan vanda væri að ræða í skattamálum fyrirtækja
  • framtíð gjaldmiðilsins yrði að meta, m.a. með hliðsjón af aðildarviðræðum við ESB
  • skapa þyrfti 10-15 þús. störf á næstu 10 árum og að hér yrði að byggja upp spennandi atvinnulíf þannig að okkar unga fólk geri Ísland að sínum heimavelli
  • að uppbyggingin væri rétt að hefjast og að allir þyrfti að vera opnir, víðsýnir og framsýnir, gípa tækifærin og nýta þau.

Ræðu forsætisráðherra má nálgast hér.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026