Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fjallaði um stöðu efnahagslífsins og mikilvægi þess að horfa fram á veg á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem stendur nú yfir. Ráðherra sagði Ísland bjóða uppá fjölmörg tækifæri, sem þyrfti að nýta af skynsemi. Nú sem aldrei fyrr þyrfti athafnafólk til að grípa tækifærin og samtakamátt. Stöðugleiki í efnahagsmálum, sem nú væri í fyrsta skipti í mörg ár innan seilingar, skapaði grundvöll fyrir þá sókn.
Það mætti hins vegar ekki tala niður ástandið ... að ekkert sé að gerast, ekkert framundan. Þeir sem það gera skapa aðeins neikvæð áhrif fyrir samfélagið í heild.“ Forystumenn atvinnulífs og stjórnvöld yrðu núna að sýna í verki trú á íslenskt samfélag. Ráðherra sagði það sameiginlegt verkefni allra að horfa fram á veginn, sameinast um framtíðarsýn og hefjast handa við uppbygginguna. Hluti af því væri víðtækt samráð sem í bígerð væri á sviðum efnahagsmála til næstu 10 ára.
Ráðherra kom víða við í erindi sínu og ræddi jafnframt um að:
Ræðu forsætisráðherra má nálgast hér.