Viðskiptaráð Íslands

Úttekt á stjórnarháttum fyrirtækja

Á Viðskiptaþingi, miðvikudaginn 16. febrúar síðastliðinn, tilkynnti Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs, um undirritun samstarfssamnings milli VÍ, SA, NASDAQ OMX og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Markmið þessa samnings er að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið er brýnt að mati stjórnenda í íslensku atvinnulífi, en í nýlegri könnun meðal þeirra telja 74% það miklu máli skipta að atvinnulíf fari eftir leiðbeiningum sem settar hafa verið um stjórnarhætti. Könnunin var framkvæmd í janúar af fyrirtækinu Maskínu fyrir Viðskiptaráð.

Í þeim tilgangi mun öllum fyrirtækjum gefast tækifæri, frá 1. mars næstkomandi, til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöðin mun sjá um framkvæmd matsins, en matsferlið mun í meginatriðum byggja á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem áðurnefndir aðilar hafa gefið út frá árinu 2004. Það er svo í höndum ráðgjafafyrirtækja sem Rannsóknarmiðstöðin telur uppfylla kröfur til verksins, að hafa með höndum söfnun gagna, viðtöl við stjórnarmenn og skýrslugerð til Rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fyrirtæki standa sjálf straum af kostnaði þess ráðgjafafyrirtækis sem þau ráða til verksins og Rannsóknarmiðstöðvarinnar.

Til hagsbóta fyrir alla viðeigandi aðila
Þeim fyrirtækjum sem standast matsferlið að mati Rannsóknarmiðstöðvarinnar munu VÍ, SA og Kauphöllin veita viðurkenning þar að lútandi sem þau geta notað í starfi sínu í eitt ár frá veitingu hennar. Með því er merkjum þeirra fyrirtækja haldið á lofti sem eru öðrum fyrirmynd um góða stjórnarhætti.

Að mati Viðskiptaráðs er það til hagsbóta fyrir stjórnendur, starfsmenn, hluthafa og aðra haghafa allra fyrirtækja að rýnt sé reglulega í starfshætti þeirra. Viðskiptaráð hvetur því stjórnendur aðildarfélaga sinna og allra annarra fyrirtækja til að kynna sér kosti úttektar á sínum stjórnarháttum, en gert er ráð fyrir að einfaldara matsferli verði kynnt fljótlega gagnvart minni fyrirtækjum.

Tengt efni:

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024