Viðskiptaráð Íslands

Beina brautin: fyrirtækin taki af skarið

Mikilvægt er að forsvarsmenn fyrirtækja í skuldavanda leiti lausna í samstarfi við sína fjármálastofnun. Þetta kom fram á upplýsingafundi sem fram fór á þriðjudag um stöðuna á úrvinnslu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan Beinu brautarinnar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra opnaði fundinn, en erindi fluttu Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Fulltrúa þriggja fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði Beinu brautarinnar tóku til máls, en það voru þeir: Piero Segatta, framkvæmdastjóri Pústþjónustu BJB, Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólrúnar á Árskógssandi í Eyjafirði, og Helgi Sigurðsson, framkvæmdastjóri bílaþvottastöðvarinnar Löðurs.

Fyrirtæki eru að skapa sér valkost
Fulltrúarnir kynntu sína reynslu af Beinu brautinni ásamt því að svara spurningum, en allir voru þeir á því að mikilvægt væri fyrir fyrirtæki að taka af skarið og hafa samband við sinn banka. Eftir að hafa fengið tilboð frá bankanum er það undir hverju fyrirtæki komið hvort að sú leið sem standi til boða sé farin.

Allir tóku þeir undir það að valið lægi hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins, en fyrirtæki fyrirgera ekki betri rétti verði niðurstaða dómstóla um lögmæti gengistryggðra lána þeim í hag. Fyrirtækin eru því að skapa sér valkost með því að ganga í Beinu brautina sem ellegar hefði ekki verið til staðar. Í samstarfi við viðkomandi fjármálastofnun vinna fyrirtækin að gerð áætlunar en við hana er þá líka mögulegt að leita til utanaðkomandi ráðgjafa í ferlinu til aðstoðar.

Við upphaf og lok fundar gafst fundargestum færi á að ráðfæra sig við nokkra utanaðkomandi ráðgjafa, en þeir geta reynst afskaplega mikilvægir í ferli sem þessu. Fyrirtæki eru hvött til að leita ráðgjafar hjá þessum aðilum, en nánari upplýsingar um þá má nálgast á upplýsingasíðu Viðskiptaráðs um samkomulagið.

Pallborðsumræður í lok fundar
Undir lok fundar tóku fulltrúar bankanna þátt í pallborðsumræðum, en þau voru: Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum, Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu hjá Arion banka og Una Steinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Að fundinum stóðu Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja, Félag atvinnurekenda, efnahags- og viðskiptaráðuneytið og fjármálaráðuneytið.

Tengt efni:

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024