Viðskiptaráð stóð fyrir opnum fundi um samrunaeftirlit á Vinnustofu Kjarval síðastliðinn þriðjudag. Áhugaverðar umræður voru í pallborði um nýja úttekt ráðsins.
Þriðjudaginn 14. október stóð Viðskiptaráð fyrir fundi í tilefni útgáfu ráðsins um samrunaeftirlit á Íslandi. Um 100 manns voru samankomin í Fantasíusal á Vinnustofu Kjarval til að kynna sér efnið nánar. Þar fór Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, yfir útgáfu ráðsins og kynnti helstu niðurstöður hennar.
Í kjölfarið fóru fram pallborðsumræður um útgáfuna og tóku Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Halldór Brynjar Halldórsson, lögmaður og eigandi Logos, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, tóku þátt í umræðum. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, stýrði umræðum.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.
Fleiri myndir má nálgast hér.