Viðskiptaráð Íslands

Kraftmikill fundur um samrunaeftirlit

Viðskiptaráð stóð fyrir opnum fundi um samrunaeftirlit á Vinnustofu Kjarval síðastliðinn þriðjudag. Áhugaverðar umræður voru í pallborði um nýja úttekt ráðsins.

Halldór Brynjar Halldórsson, lögmaður og eigandi á LOGOS, Sigríður Á Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, tóku þátt í pallborðsumræðum sem Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, stýrði.

Þriðjudaginn 14. október stóð Viðskiptaráð fyrir fundi í tilefni útgáfu ráðsins um samrunaeftirlit á Íslandi. Um 100 manns voru samankomin í Fantasíusal á Vinnustofu Kjarval til að kynna sér efnið nánar. Þar fór Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, yfir útgáfu ráðsins og kynnti helstu niðurstöður hennar.

Í kjölfarið fóru fram pallborðsumræður um útgáfuna og tóku Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Halldór Brynjar Halldórsson, lögmaður og eigandi Logos, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, tóku þátt í umræðum. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, stýrði umræðum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.

Fleiri myndir má nálgast hér.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Spursmála hjá Morgunblaðinu.
Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar.
Pawel Bartoszek og Ingvar Þóroddsson, þingmenn Viðreisnar, mættu til fundarins.
Gunnar Úlfarsson, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir og Vilhjálmur Herrera Þórisson.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024