Viðskiptaráð Íslands

Niðurskurður eða skattahækkanir?

2011.05.12 vþ skýrsla forsíðaÞessi grein er ein margra í skýrslu Viðskiptaráðs Íslands til árlegs Viðskiptaþings. Skýrslan í ár ber heitið Tökumst á við tækifærin - atvinnulíf til athafna og pdf útgáfu skýrslunnar má nálgast á þessari slóð.


2011.05.17 Kristín PétursdóttirUndanfarin misseri hefur mikil umræða farið fram um hvort heppilegra sé að hækka skatta eða draga úr útgjöldum hins opinbera til að þess koma jafnvægi á opinber fjármál. Nýleg rannsókn tveggja prófessora við Harvard háskóla, Alberto Alesina og Silvia Ardagna,1 bendir til að hagfelldara sé að leggja áherslu á niðurskurð útgjald til að efla hagvöxt og bæta skuldastöðu. Úttekt Alesina og Ardagna byggir á gögnum frá 21 OECD ríki á tímabilinu 1970 til 2007 þar sem efnahagsáföll leiddu til að þörf var á aðlögun opinberra fjármála.  Meðal ríkja sem rannsóknin náði til voru Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru eftirfarandi:

  • Aðlögun í ríkisfjármálum sem felst í samdrætti í útgjöldum og engum skattahækkunum er líklegri til að ýta undir hagvöxt, draga úr halla og skuldum hins opinbera en aðlögun sem felst í skattahækkunum. 
  • Aðgerðir í ríkisfjármálum sem byggjast á skattalækkunum frekar en auknum útgjöldum eru líklegri til að örva hagvöxt.

Ef marka má þessar niðurstöður væri vænlegri leið í aðlögun í ríkisfjármálum og til að ýta undir hagvöxt hérlendis að ráðast í aukinn niðurskurð í opinberum útgjöldum frekar en róttækar breytingar á skattkerfinu. Núverandi breytingar á skattakerfinu umbylta grónu rekstrarumhverfi til áratuga og ætlast er til þess að atvinnulíf og launþegar lagi sig að breyttu umhverfi á undraskömmum tíma. Vera má að einfalt sé að fresta nauðsynlegum niðurskurði hjá hinu opinbera en það er ekki vænlegt til að bæta skuldastöðu hins opinbera og efla hagvöxt hérlendis á komandi árum.

Kristín Pétursdóttir, Auður Capital


1. Greinin heitir „Large changes in fiscal policy: taxes versus spending“ frá því í október á síðasta ári. Höfundar hennar eru Alberto Alesina and Silvia Ardagna sem eru báðir prófessorar við Harvard háskóla í bandaríkjunum. Greinina er hægt að nálgast á eftirfarandi vefslóð: http://url.is/4n1

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024