Á morgun, fimmtudaginn 9. júní, fara fram tveir fundir þar sem fjallað verður um málefni sem eru íslensku viðskiptalífi afar mikilvæg um þessar mundir. Annars vegar er það ráðstefna Samkeppniseftirlitsins um samkeppni eftir hrun og hins vegar er það fundur Íslandsstofu um viðskipti og fjárfestingar á tímum gjaldeyrishafta. Báðir viðburðir fara fram á Hilton Reykjavík Nordica, en nánari upplýsingar má finna hér að neðan.
Samkeppnin eftir hrun
Samkeppniseftirlitið kynnir skýrslu sína „Samkeppnin eftir hrun á ráðstefnu fimmtudaginn 9. júní á Hilton Reykjavík Nordica. Í skýrslunni er kynnt niðurstaða rannsóknar um fjárhagsstöðu og fjárhagslegar endurskipulagningar stærri fyrirtækja og eignarhald þeirra. Þá er farið yfir sjónarmið um endurskipulagningu banka á fyrirtækjum og kynntar leiðir til úrbóta. Húsið opnar klukkan 8, dagskrá hefst klukkan 8.30 og lýkur klukkan 10.15. Eftirfarandi erindi verða flutt á fundinum:
Seinni hluti – Hvert skal stefnt?
Skráning á ráðstefnu Samkeppniseftirlitsins fer fram hér.
Gjaldeyrishöft - viðskipti og fjárfestingar
Íslandsstofa býður til fundar fimmtudaginn 9. júní á Hilton Reykjavík Nordica um viðskipti og fjárfestingar á tímum gjaldeyrishafta á Íslandi. Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11.30. Frummælendur verða í pallborði að framsöguerindum loknum og svara spurningum úr sal, en dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Skráning fer fram á vef Íslandsstofu.