Færeysk viðskiptasendinefnd er væntanleg til Íslands dagana 22.-24. mars en með í för eru 20 fyrirtæki í leit að samstarfsaðilum. Miðvikudaginn 22. mars er íslenskum fyrirtækjum boðið að funda með völdum færeyskum fyrirtækjum um möguleg tækifæri til samstarfs. Fundirnir fara fram á Hilton Reykjavík Nordica. Hér má nálgast upplýsingar um færeysku fyrirtækin og þá aðila sem þau vildu helst eiga stefnumót við.
Verkefnið er samstarfsverkefni Íslandsstofu, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins.
Áhugasamir eru beðnir að skrá þátttöku hér
Nánari upplýsingar veita Flosi Eiríksson hjá Íslandsstofu, flosi@islandsstofa.is, 511 4000 og Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins, hb@chamber.is.