Á fimmtudaginn síðasta, daginn fyrir þjóðhátíðardag Íslendinga, var ný skýrsla skattahóps AGS birt á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Er þetta önnur skýrslan af tveimur þar sem AGS fjallar um skattkerfið hérlendis og leggur til margvíslegar tillögur að breytingum. Sú fyrri kom út í júní 2010 og má nálgast hér.
Í nýju skýrslunni beinir sjóðurinn spjótum sínum sérstaklega að skattlagningu auðlindanýtingar, en jafnframt má þar finna tillögur um breytingar á skattkerfi atvinnulífs og einstaklinga. Heilt yfir er um að ræða greinargott yfirlit á íslenska skattkerfinu, en meðal tillagna sjóðsins sem snúa að atvinnulífinu eru að:
Ljóst má vera að skiptar skoðanir verða um einstakar tillögur sjóðsins. Engu að síður er skýrslan, líkt og sú fyrri, mikilvægt innlegg í skattaumfjöllunina hérlendis - sem gjarnan einkennist af einföldunum og upphrópunum um skattlagningu fyrirtækja og fjárfestinga. Tillögur sjóðsins þarf því að ígrunda vel á næstu vikum og mánuðum.
Viðskiptaráð hefur fyrir sitt leyti skoðað og lagt fram tillögur um marga þá þætti sem AGS hefur farið yfir í sínum skýrslum, m.a. í skýrslum ráðsins Útþensla hins opinbera frá árinu 2008, Fjármál hins opinbera frá desember 2009 og Skattkerfi atvinnulífsins frá því í september 2010 sem og í skoðunum ráðsins, en þær má nálgast hér.