Tvær kynningar Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins af nýliðnum fundi Samráðsvettvangs um aukna hagsæld hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vefnum.
Hvað stendur aukinni framleiðni í innlenda þjónustugeiranum fyrir þrifum?
Fyrri kynningin fjallar um innlenda þjónustugeirann og hvað standi aukinni framleiðni fyrir þrifum. Helstu áhrifaþættir eru:
Hvað höfum við lært? Framleiðni og stöðugleiki
Seinni kynningin fjallar um þann lærdóm sem má draga af liðinni tíð og einnig er fjallað um umbætur til framtíðar. M.a. kemur fram að heildstæðrar endurskoðunar sé þörf á samningafyrirkomulagi á vinnumarkaði. Þá þurfi að herða tökin á fjármálastefnu hins opinbera og ráðast í frekari umbætur varðandi stjórntæki Seðlabankans í baráttunni fyrir verðstöðugleika.