Viðskiptaráð Íslands

Áhugaverð könnun um stjórnarmenn

Í Viðskiptablaðinu síðastliðinn fimmtudag hvatti Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stjórnendur fyrirtækja til að gefa könnun á vegum KPMG gaum. Könnunin felur í sér kortlagningu á helstu einkennum stjórnarmanna hérlendis og getur nýst í frekari vinnu atvinnulífsins á sviði bættra stjórnarhátta

Fréttin er svohljóðandi:
KPMG vinnur nú að því að kortleggja nokkur lykilatriði varðandi íslenska stjórnarmenn, svo sem upplýsingar um kyn, aldur, menntun, reynslu, þóknun og tíma sem fer í stjórnarstörf. Niðurstöður og annar afrakstur könnunarinnar verður gefinn út í rafrænni skýrslu í haust. Könnunin nær til stjórnarmanna stærstu fyrirtækja landsins, fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga og lífeyrissjóða og hafa þátttökubeiðnir verið sendar út til stjórnarmannanna.

„Frá útgáfu Handbókar stjórnarmanna sem KPMG gaf út sl. haust höfum við sífellt unnið meira og betur með stjórnarmönnum margra íslenskra fyrirtækja. Það er okkar von að þessi könnun muni koma sér vel fyrir íslenskt atvinnulíf og geti gefið stjórnarmönnum og öðrum gagnlegar upplýsingar og tækifæri til samanburðar“, segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur á fyrirtækjasviði hjá KPMG. Berglind segir að meðal annars sé spurt út í starfshætti og stjórnarmenn beðnir um að forgangsraða hlutverki stjórnar. Einnig er kannað samspil þóknunar og þess tíma sem stjórnarmenn verja í stjórnarstörfin. Berglind segir þátttökuna ekki í samræmi við væntingar þrátt fyrir að einungis taki um 10 mínútur að svara spurningunum.

„Við hvetjum stjórnendur fyrirtækja til að gefa sér tíma til að svara könnuninni enda um gott framtak að ræða. Niðurstöður hennar munu án efa aðstoða við að bæta stjórnarhætti fyrirtækja, eitthvað sem atvinnulífið hefur lagt ríka áherslu á síðustu ár“, segir Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Engar opinberar upplýsingar eru til á Íslandi um bakgrunn, þekkingu og reynslu íslenskra stjórnarmanna og verður því spennandi að sjá niðurstöður könnunarinnar sem verða birtar í haust. Berglind segir að það standi síðan til að endurtaka könnunina á tveggja ára fresti.

Fréttina má jafnframt nálgast á vef Viðskiptablaðsins.

Tengt efni:

 

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024