Aukið samstarf um skattamál

Áfangaskýrsla starfshóps um skattamál fyrirtækja, sem Haraldur I. Birgisson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs átti sæti í, er nú aðgengileg. Eins og fjallað var um nýverið var meginverkefni hópsins að draga fram helstu fingurbrjóta í skattframkvæmd gagnvart fyrirtækjum til að auka gagnsæi og einfalda skattkerfið. Tillögum starfshópsins er skipt upp í þrjá flokka og lúta m.a. að einföldun á eftirfarandi:

  • Álagningu fjármagnstekjuskatts
  • Samsköttun félaga
  • Ívilnunum til nýsköpunarfyrirtækja
  • Innheimtu veiðigjalds
  • Fyrirkomulagi innheimtustofnanna
  • Reglum tengdum olíuleit
  • Uppbyggingu virðisaukaskattkerfisins
  • Fyrirkomulagi vörugjalda

Þá leggur hópurinn til að stofnaður verði vettvangur um skattamál fyrirtækja með fulltrúum ríkis, atvinnulífs og annarra hagsmunaaðila. Með því má m.a. betur fyrirbyggja innleiðingu flókinna skattareglna sem jafnvel hamla umsvifum í atvinnulífinu og skapa óþarfa vinnuálag hjá eftirlitsaðilum. Áfangaskýrsluna má nálgast hér.

Tengt efni

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (erlendar fjárfestingar)

Viðskiptaráð Íslands telur markmið frumvarpsins og útfærslu þess til mikilla ...

Skattadagurinn

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök ...
13. jan 2015

Einföldun á skattkerfinu í farvatninu

Á skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA nú í janúar tilkynnti ...
12. apr 2013