Viðskiptaráð Íslands

Aukið samstarf um skattamál

Áfangaskýrsla starfshóps um skattamál fyrirtækja, sem Haraldur I. Birgisson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs átti sæti í, er nú aðgengileg. Eins og fjallað var um nýverið var meginverkefni hópsins að draga fram helstu fingurbrjóta í skattframkvæmd gagnvart fyrirtækjum til að auka gagnsæi og einfalda skattkerfið. Tillögum starfshópsins er skipt upp í þrjá flokka og lúta m.a. að einföldun á eftirfarandi:

  • Álagningu fjármagnstekjuskatts
  • Samsköttun félaga
  • Ívilnunum til nýsköpunarfyrirtækja
  • Innheimtu veiðigjalds
  • Fyrirkomulagi innheimtustofnanna
  • Reglum tengdum olíuleit
  • Uppbyggingu virðisaukaskattkerfisins
  • Fyrirkomulagi vörugjalda

Þá leggur hópurinn til að stofnaður verði vettvangur um skattamál fyrirtækja með fulltrúum ríkis, atvinnulífs og annarra hagsmunaaðila. Með því má m.a. betur fyrirbyggja innleiðingu flókinna skattareglna sem jafnvel hamla umsvifum í atvinnulífinu og skapa óþarfa vinnuálag hjá eftirlitsaðilum. Áfangaskýrsluna má nálgast hér.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024