Samtök atvinnulífsins ályktuðu nýverið í þá veru að brýn nauðsyn væri til að leysa úr þeim vanda sem gengisbundin lán fyrirtækja hafa valdið. Viðskiptaráð tekur heilshugar undir þá ályktun samtakanna. Ljóst er að skuldaúrvinnsla fyrirtækja hefur ekki gengið nægilega hratt fyrir sig og spilar óvissa um meðferð gengisbundinna lána þar stóran þátt.
Það samstarf sem náðist um Beinu brautina hefur reynst mörgum fyrirtækjum vel og átt sinn þátt í að hraða endurskipulagningaferlinu í heild. En betur má ef duga skal og engin ástæða er til að ætla annað en að sambærilegt samstarf geti orðið um úrvinnslu gengisbundinna lána fyrirtækja, í samræmi við dóma Hæstaréttar. Viðskiptaráð mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og hvetur til þess að slíku samstarfi verði komið á sem allra fyrst.“ segir Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Tengt efni: