Viðskiptaráð Íslands

Skynsamleg vaxtaákvörðun

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum í dag. Efnahagsbatinn heldur áfram að mati bankans en óvissa hefur aukist vegna versnandi efnahagshorfa í helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað en verðbólga mælist nú fjórum prósentum yfir markmiði bankans. Þrátt fyrir þetta verða vextir óbreyttir í bili.

„Ákvörðunin er skynsamleg þar sem sá efnahagsbati sem hér hefur mælst undanfarin misseri stendur veikum fótum og er um of neysludrifinn. Tímabundnar aðgerðir sem gengið hafa á sparnað landsmanna vega þar þungt. Hagvöxtur kemst ekki varanlega á skrið á ný fyrr en fjárfestingar eru farnar að taka við sér og enn virðist bið á því, þó veikar vísbendingar séu um aukna atvinnuvegafjárfestingu. Þá er títtnefndur áhugi erlendra aðila á fjárfestingu í verkefnum hérlendis enn bara í orði.“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Seðlabankinn gaf jafnframt ótvírætt til kynna að óðum styttist í vaxtahækkanir og áhrif nýlegra launahækkana spila þar inn í. Það er því mikilvægt að hið opinbera auki á aðhald ríkisfjármálastefnunnar því óbreytt ástand mun auka líkur á vaxtahækkunum næstu misserin.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024