Viðskiptaráð Íslands

Bjartsýni á uppbyggingu hlutabréfamarkaðar

„Traust á fjármálamarkaði er ekki sjálfgefið og eykst heldur ekki af sjálfu sér“. Þetta kom fram í opnunarávarpi Knúts Þórhallssonar stjórnarformanns Deloitte á morgunverðarfundi um forsendur virks verðbréfamarkaðar sem fram fór í gær. Þetta var annar fundurinn af þremur í fundarröð Deloitte, Kauphallarinnar og Viðskiptaráðs Íslands, en m.a. var rætt um fjármögnun, áhrif gjaldeyrishafta, hlutverk endurskoðenda og verðbréfamarkaðinn almennt frá hruni. Fjallað verður um tækifæri á verðbréfamarkaði á síðasta fundinum í röðinni sem fram fer í haust.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagðist bjartsýnn á uppbyggingu hlutabréfamarkaðarins á Íslandi því hann telur fjölda tækifæra vera til staðar hér á landi. Í erindi hans kom fram að þátttaka á hlutabréfamarkaði styðji við bankakerfið ásamt því að gera fyrirtæki traustari. Páll taldi ennfremur að hugarfarsbreytingar væri þörf hjá minni og millistórum fyrirtækjum hér á landi, en erlendis sé fjöldi slíkra fyrirtækja skráð á markaði. Þar nefndi hann sem dæmi vöxt Marel, en fyrirtækið hefur vaxið ár frá ári allt frá því að það var fyrst skráð á markað.

Mikilvægt að aflétta ríkisábyrgð á innstæðum
Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri hjá GAMMA, fjallaði um einsleitni fjármálagerninga frá falli bankakerfisins og sagði m.a. ótakmarkaða ríkisábyrgð á innstæðum og umfangsmikla skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs hafa aukið þar á. Væri það m.a. vegna þess að háir vextir samhliða ríkisábyrgð hefðu hækkað fórnarkostnað annarra fjárfestingarkosta.

Þá nefndi Gísli að markaðsvirði ríkisskuldabréfa og íbúðarbréfa hafi aukist um 850 ma. kr. síðustu ár og að heildarvirði þeirra næmi árslandsframleiðslu, en á sama tíma hefur útgáfa ríkispappíra numið 725 mö. kr. og hefur sá hluti markaðarins skilað ávöxtun langt umfram sögulega ávöxtunarkröfu flestra fjárfesta til hlutabréfa. Að lokum fór Gísli yfir 9 leiðir til að fjölga fjárfestingarkostum og skapa eðlilega umgjörð um viðskipti.

Einnig fluttu erindi á fundinum Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri markaða og fjárstýringar hjá Landsbankanum, Sigurður Páll Hauksson endurskoðandi hjá Deloitte og formaður FLE og Örn Valdimarsson forstöðumaður greiningar hjá Eyrir Invest. Erindi fundarmanna má nálgast hér:

Tengt efni:

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024