Viðskiptaráð Íslands

EORI númer aðgengileg

Í fréttabréfi Viðskiptaráðs nýverið var fjallað um EORI kerfi ESB og þar nefnt að íslensk fyrirtæki gætu ekki fengið úthlutaðu slíku númeri. Svo virðist hins vegar sem það sé hægt, þrátt fyrir að Ísland sé ekki aðili að kerfinu, og hafi raunar verið hægt í talsverðan tíma. Biðst Viðskiptaráð velvirðingar á þessum misskilningi. Íslensk fyrirtæki geta þó ekki leitað til tollyfirvalda hér á landi eins og gildir almennt innan ESB heldur þurfa þau að sækja um númerin hjá tollyfirvöldum í ESB. Fyrirkomulagið er svipað og er í Noregi en þar í landi geta fyrirtæki þó fengið vottun sem „Authorised Economic Operator“ hjá norskum tollyfirvöldum á grundvelli tvíhliðasamnings þar að lútandi við ESB. Það er í skoðun hjá Tollinum hvort Ísland ætti að fara sömu leið og Noregur í þeim efnum.

Umsókn um EORI númer
Ef fyrirtæki ætla að sækja um EORI númer þá þarf að gera það í því landi sem „fyrstu viðskipti“ eiga sér stað, t.d. þar sem „entry summary declaration“ er send með viðkomandi vöru. Númerin eru því aðeins veitt ef það eru fyrirtækin sjálf sem eru í beinum samskiptum við viðkomandi tollyfirvöld, en ekki t.a.m. farmflytjandinn. Ef farmflytjandinn annast slík samskipti þá þurfa fyrirtækin sjálf ekki EORI númer ef farmflytjandinn er með það. Að auki þarf ekki EORI númer fyrir vörur sem eru fluttar tímabundið inn til ESB á grundvelli ATA-skírteinis. Eitthvað hefur borið á því að viðkomandi tollyfirvöld óski jafnframt eftir því að fyrirtæki hafi VSK-númer í því landi þar sem EORI númers er óskað. Leiðbeiningar Framkvæmdastjórnar ESB benda þó til að þess gerist ekki þörf. Um leið og EORI númer er fengið þá gildir það framvegis og þá í öllum aðildarríkjum ESB. Sjá nánar á EORI síðu ESB.

Á sérstöku vefsvæði framkvæmdastjórnar ESB er hægt að nálgast umsóknareyðublöð um EORI númer í flestum aðildarríkjum sambandsins. Þá má komast beint inná hollenska eyðublaðið hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024