Viðskiptaráð Íslands

Mikill fjöldi umsókna um námsstyrki

Tæplega 60 umsóknir bárust um námsstyrki Viðskiptaráðs, en umsóknarfrestur rann út á föstudag í síðustu viku. Síðustu rúm 95 ár, eða frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands, hefur ráðið stutt við og tekið þátt í uppbyggingu menntunar á Íslandi. Lítur Viðskiptaráð raunar svo á að stuðningur þess við menntun sé mikilvægasta framlag ráðsins til atvinnulífs, en um leið til samfélagsins í heild.

Haft verður samband við alla umsækjendur um námsstyrki 2013 í næstu viku.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun afhenda námsstyrki ráðsins á Viðskiptaþingi 13. febrúar líkt og fyrri ár. Á Viðskiptaþingi í fyrra sagði Katrín fulla ástæðu til jákvæðni á Íslandi og að það væri einkenni Íslendinga að takast á við vanda af bjartsýni.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024