Viðskiptaráð Íslands

Samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegu samhengi

Viðskiptaráð hefur allt frá árinu 2002 tekið þátt í og haft umsjón með vefkönnun og gagnavinnslu fyrir IMD viðskiptaháskólann í Sviss vegna úttektar háskólans á samkeppnishæfni landa. Úttektin hefur verið gerð frá því 1989 og í dag spannar könnunin um 330 mælikvarða á samkeppnishæfni landa.

Úttektin sýnir að Ísland hefur fallið í samkeppnishæfni frá árinu 2007 og náði botninum 2011 þegar það skipaði 31. sæti listans. Í síðustu úttekt skipaði Ísland 26. sæti listans sem m.a. má rekja til viðsnúnings í efnahagslífinu. Ísland á þó langt í land til að ná fyrri stöðu ásamt því að standa hinum Norðurlöndunum mun aftar, en Svíþjóð skipar fimmta sæti listans, Noregur það áttunda og Danmörk þrettánda.

Úttekt IMD hefur mikið gildi fyrir þær þjóðir sem taka þátt í úttektinni til að sjá hvar þær standa og hvaða þætti þarf að bæta til auka samkeppnishæfni. Niðurstöður úttektarinnar fyrir árið 2012 verða kynntar í lok maí.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024