Breska sendiráðið býður íslenskum námsmönnum að sækja um "Chevening" styrki til framhaldsnáms við breska háskóla skólaárið 2004/2005. Umsækjendur þurfa annaðhvort að hafa tryggt sér skólavist eða hyggja á framhaldsnám við breskan háskóla á tímabilinu. Styrkirnir eru eingöngu veittir til greiðslu á skólagjöldum og hafa á liðnum árum numið að meðaltali £ 6000. Umsóknum ber að skila í sendiráðið ekki síðar en 31. Janúar 2004. Umsóknir sem berast eftir þann dag verða ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um styrkina, sem sumir eru veittir í samvinnu við Kaupþing Búnaðarbanka og lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline á Íslandi, má nálgast í Breska sendiráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík, sími 550 5100 virka daga frá 09.00-12.00, eða á vefsíðu Breska sendiráðsins: www.britishembassy.is