Viðskiptaráð Íslands

Opið fyrir umsóknir um Námsstyrki

Opið er fyrir styrkumsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs fyrir nemendur í fullu framhaldsnámi erlendis frá og með 29. nóvember 2019.

Í ár eru fjórir styrkir veittir að upphæð 1.000.000 hver.

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2020. Tilkynnt er um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 13. febrúar 2020.

Viðskiptaráð hefur um árabil veitt styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Viðskiptaþing 2020 beinir sjónum sínum að umhverfismálum og mun sérstakt tillit vera tekið til umsókna er tengjast grænum og sjálfbærum lausnum. Venju samkvæmt er a.m.k. einn styrkur veittur nemanda í námsgrein tengdri upplýsingatækni.

Hér eru nánari upplýsingar og umsóknarsíða.

Tengt efni

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026