Umsóknarfrestur um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) er nú liðinn. Umsóknir um námsstyrki hafa aldrei verið fleiri en 198 umsóknir bárust frá íslenskum námsmönnum í framhaldsnámi í 17 löndum víðsvegar um heiminn.
Valnefnd Námsstyrkjasjóðs MVÍ mun nú fara yfir umsóknirnar og taka ákvörðun um úthlutun styrkjanna. Í valnefndinni sitja dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands.
Námsstyrkirnir verða veittir á Viðskiptaþingi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica þann 9. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar um þingið má nálgast hér.
Viðskiptaráð þakkar umsækjendum fyrir sýndan áhuga og bendir á að frekari upplýsingar um námsstyrki Menntasjóðsins má finna hér.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá kynningu á þeim námsmönnum sem hlutu námsstyrki árið 2016.