Fjallað var um stöðu krónunnar í ljósi hugsanlegrar samkeppni við aðra gjaldmiðla hér á landi á hádegisverðarfundi Verslunarráðs í dag. Framsögu fluttu Vilhjálmur Egilsson ráðuneytisstjóri í Sjávarútvegsráðuneyti, áður framkvæmdastjóri Verslunarráðs, og Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ.
Vilhjálmur hóf mál sitt á að fjalla almennt um stöðu krónunnar frá 9. áratuginum fram til dagsins í dag og áhrif hennar á hagstjórnina þennan tíma. Þá vék hann að hagstjórnartækjum og áhrifum þeirra í margvíslegum hagkerfum. Að mati Vilhjálms er mest um vert að hér á landi sé hagstjórn með þeim hætti að áhættutaka sé möguleg með sem minnstum tilkostnaði.
Í erindi sínu minnti Tryggvi á umræður sem hafa átt sér stað frá árinu 2000 þegar krónan fór að styrkjast verulega. Þá vildu sumir halda því fram að æskilegra væri að vera með evru hér á landi. Í erindi sínu benti Tryggvi á að gengisbreytingar milli evru og dals hefðu verið svipaðar á sama tímabili. Fyrirtæki sem stundar útflutning í dölum hefði því eftir sem áður þurft að þola gengisáhættu. Tryggvi lagði á það áherslu að allir gjaldmiðlar fælu í sér gengisáhættu sín á milli.
Að framsögum loknum drap Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabankans á nokkrum atriðum í tengslum við efnið.
Glærur ræðumanna má finna hér.
Vilhjálmur Egilsson
Tryggvi Þór Herbertsson
Már Guðmundsson