Alþjóðaskóli á Íslandi tekur til starfa

Verslunarráð Íslands lýsir yfir ánægju sinni á opnun alþjóðaskólans í Reykjavík (Reykjavík International School) sem er til húsa í Víkurskóla v/Hamrahlíð.  Skólinn hefur þegar tekið til starfa og eru nemendur fyrst og fremst börn erlendra sérfræðinga sem starfa í íslenskum fyrirtækjum og eru búsettir hér á landi og erlendra starfsmanna í utanríkisþjónustu.  Nemendur eru á aldrinum 5-12 ára.

Verslunarráð Íslands ýtti af stað á síðasliðnu hausti umræðu um þörf þess að setja á stofn alþjóðaskóla.  Það kom meðal annars fram í skýrslu ráðsins, þar sem kannaðar var aðbúnaður erlenda sérfræðinga á Íslandi, að til að alþjóðleg starfsemi fyrirtækja geti þrifist hér á landi, þurfi þjóðfélagið einnig að nýta sér krafta og frumkvæði erlendra sérfræðinga, sem vilja starfa hjá íslenskum þekkingarfyrirtækjum, bæði tímabundið og án tímamarka. Því sé mikilvægt að bæta aðstöðuna og skapa aðlaðandi umhverfi fyrir erlenda sérfræðinga og fjölskyldur þeirra.   Að skýrslunni komu meðal annars erlendir sérfræðingar úr aðildarfyrirtækjum ráðsins og var það mat þeirra, að nauðsynlegt væri fyrir íslenskt samfélag að geta boðið upp á alþjóðlegt nám á grunnskólastigi.

Við óskum aðstandendum skólans til hamingju. Skólastjóri Alþjóðaskólans í Reykjavík er Berta Faber.  Námsefnið byggir á námsefni grunnskóla í Wisconsin, Bandaríkjunum.

Meira um skólann hér.

Tengt efni

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands 

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu ...
21. jún 2024

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...

Lykillinn að bættum lífsgæðum og auknum tækifærum í atvinnulífi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til ...
21. mar 2023