Viðskiptaráð Íslands

Reykjavik International School (Alþjóðaskólinn) í sókn

Alþjóðaskólinn er nú á öðru starfsári og hefur vakið mikinn áhuga. Skólinn er með aðstöðu í Víkurskóla í Grafarvogi. Námskrá skólans samanstendur af bandarískri og alþjóðlegri námskrá. Í skólanum er kennt á ensku en hluti af kennslunni fer fram í Víkurskóla og allir nemendur læra íslensku, annað hvort sem móðurmál eða sem annað tungumál.

Alþjóðaskólinn er félagi í alþjóðlegri grunnskólanámsstefnu (International Primary Curriculum),  sem notuð er í yfir 90 löndum í heiminum og hefur alþjóðlega vottun á þessu sviði. Viðskiptaráð Íslands var fyrsti aðilinn til að leggja fjármagn í verkefnið, síðan þá hafa Reykjavíkurborg og Sjóvá einnig stutt myndarlega við bakið á skólanum.

Alþjóðaskólinn er að athuga þann möguleika að hefja kennslu í unglingadeild. Þetta myndi stórauka þjónustu við samfélagið þar sem ekki er boðið upp á grunnskólakennslu á ensku í 7. til 10. bekk á Íslandi um þessar mundir.

Skólinn er nauðsynlegt stoðtæki fyrir íslensk fyrirtæki til að laða að vel menntaða og reynslumikla erlenda starfsmenn. Slíkir starfsmenn vilja tryggja að börnin þeirra geti áfram stundað nám á Íslandi.

Ef hugmyndir skólastjórnenda fá hljómgrunn verður í fyrsta skipti mögulegt að bjóða upp á fulla grunnskólakennslu á ensku fyrir íslenska og erlenda nemendur á Íslandi.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni: www.internationalschool.is eða hjá Bertu Faber í síma 694-3341.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024