Viðskiptaráð Íslands

Staða einkarekinna skóla í verkfalli kennara

Nú þegar verkfall kennara stendur yfir heldur kennsla áfram að mestu í einkareknum skólum. Einkareknu skólarnir eru með sérsamninga við flesta sína kennara. Nemendur Tjarnarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar, Suðurhlíðaskóla, Landakotsskóla og stór hluti nemenda Ísaksskóla mæta því til skóla. Það sama á við um nemendur Alþjóðaskólans í Reykjavík, Reykjavik International School, sem ekki er í verkfalli. Ástæða þess að 6 kennarar af 16 hjá Ísaksskóla eru í verkfalli, er að á sínum tíma voru þeir skipaðir við skólann. Í dag gerir Ísaksskóli sérsamninga við alla kennara sem hefja störf hjá skólanum.

Verslunarráð hefur lengi bent á ótvíræða kosti einkareksturs í skólakerfinu og eru sérsamningar einkarekinna skóla við kennara einn af mörgum kostum. Sérsamningar skila mun meiri árangri heldur en kjarasamningar. Í skýrslu Verslunarráðs um einkaskóla, sem gefin var út í fyrra, eru sveitarfélög, kennarar og foreldrar hvött til að skoða fordómalaust þau tækifæri sem felast í einkareknum skólum.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024