Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti í dag Guðfinnu S. Bjarnadóttur, rektors Háskólans í Reykjavík, Viðskiptaverðlaunin 2004. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, hlaut viðurkenningu sem Frumkvöðull ársins 2004. Viðskiptablaðið stendur fyrir tilnefningu verðlaunanna og eru þau veitt þeim einstaklingum sem skarað hafa framúr í íslensku viðskiptalífi. Verslunarráð sendir þeim Guðfinnu og Aðalheiði hamingjuóskir!