Viðskiptaráð Íslands

Frumkvöðlasjóður stofnaður

Í gær var undirritaður stofnsamningur frumkvöðlasjóðs Dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur, fyrrverandi rektors Háskólans í Reykjavík. Sjóðnum er ætlað að stuðla að því frumkvöðlastarfi sem grunnur var lagður að innan HR í starfstíð Guðfinnu. Stofnupphæð sjóðsins er fimm milljónir króna og leggur Bakkavör til alla upphæðina.

Árlega verður veittur styrkur úr sjóðnum uppá 350 þúsund krónur fyrir bestu viðskiptaáætlunina í áfanganum stofnun og rekstur fyrirtækja. Í dómnefnd um bestu viðskiptaáætlunina munu sitja fulltrúar HR, Viðskiptaráðs Íslands og Bakkavarar. Samninginn undirrituðu Svafa Grönfeldt rektor HR, Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Hildur Árnadóttir fjármálastjóri Bakkavarar og Guðfinna S. Bjarnadóttir.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026