Viðskiptaráð Íslands

Ríkið á eignarhluti í yfir 200 hlutafélögum og einkahlutafélögum

Ríkið, ríkisstofnanir og sjóðir í eigu ríkisins eru hluthafar í yfir tvöhundruð hlutafélögum og einkahlutafélögum. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns. Verslunarráð hefur verið í fararbroddi þeirra sem bent hafa á kosti einkavæðingar og möguleika á því sviði. Einkavæðing er skilvirkasta leiðin til að kalla fram frumkvæði markaðarins. Rekstur ríkisins hefur mikil áhrif á starfsumhverfi og starfsmöguleika fyrirtækja í landinu, þar sem að ríkisstofnanir fara í mörgum tilfellum inn á svið einkafyrirtækja. Verslunarráð telur að hraða eigi einkavæðingu Landsímans, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Sjúkrahúsapóteksins og fleiri félaga. Verslunarráð hefur jafnframt bent á kosti einkareksturs í orkukerfinu og telur að þar felist miklir möguleikar. Tryggja þarf áframhaldandi uppbyggingu einkafyrirtækja og efla þannig íslenskt atvinnulíf.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024