Viðskiptaráð Íslands

Mikilvæg skref stigin til lækkunar matarverðs

Viðskiptaráð Íslands fagnar skýrslu formanns matvælanefndar sem var afhent forsætisráðherra í dag, en VÍ átti fulltrúa í nefndinni. Í skýrslu formanns matvælanefndar má finna útreikninga Hagstofunnar á beinum verðáhrifum einstakra útfærslna sem ræddar voru í nefndinni og eru til þess fallnar að dýpka alla umræðu um lækkun matvælaverðs á Íslandi.

Útreikningar Hagstofunnar sýna svart á hvítu hversu mikið hagsmunamál það er fyrir verslun og viðskipti í landinu að dregið verði úr landbúnaðarvernd og Viðskiptaráð tekur heilshugar undir það mat. Ljóst er að mikið verk er framundan á næstu misserum í þessum efnum.

Viðskiptaráð hefur um áratugaskeið barist fyrir afnámi vörugjalda og fagnar því tillögum formanns nefndarinnar um afnám vörugjalda á matvæli. Að sama skapi telur Viðskiptaráð það mikið heillaskref að samræma skattlagningu matvæla í eitt þrep.

Nálgast má skýrslu formanns matvælanefndar forsætisráðherra hér.

Fréttatilkynningu hagstofustjóra með helstu niðurstöðum skýrslunnar má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024