Viðskiptafrelsi mikið á Íslandi

Ísland er í 9. til 10. sæti, ásamt Lúxemborg, yfir lönd þar sem viðskiptafrelsi er hvað mest. Frelsisvísitala er reiknuð út fyrir hvert hinna 127 landa sem skoðuð eru. Litið er til stærðar hins opinbera, réttarkerfis og verndar eignarréttarins, aðgengi að traustum gjaldmiðli, frelsi til að eiga viðskipti við útlendinga og reglna um fjármálamarkaði, vinnuafl og fyrirtæki.

Þau ríki sem standa Íslandi framar eru Hong Kong, Singapúr, Nýja-Sjáland, Sviss, Bandaríkin, Írland og Bretland. Ísland stendur því hinum norðurlöndunum framar. Ísland hefur farið hækkandi undanfarin ár; var í 13. sæti í fyrra og í 14. sæti árið þar á undan.

Fraser stofnunin átti frumkvæði að þessu verkefni á sínum tíma en Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál hefur veg og vanda að rannsókninni hérlendis.

Skýrsla um viðskiptafrelsi

Heimasíða RSE

Tengt efni

Brýnt að auka orkuframleiðslu

Að mati Viðskiptaráðs skýtur það skökku við að færa virkjunarkosti í ...
21. jún 2024

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlunar (virkjunarkostir í vindorku)

Viðskiptaráð Íslands hefur staðfastlega hvatt stjórnvöld til þess að greiða ...

Umsögn um áform um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun

Viðskiptaráð hefur tekið til umsagnar ofangreind áform. Ráðið fagnar að ...