Viðskiptaráð Íslands

Framkvæmdastjóri VÍ hlýtur verðlaun FKA

Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) veitti þremur konum viðurkenningar í dag. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hlaut aðalverðlaun félagsins fyrir framúrskarandi frammistöðu í viðskiptum og atvinnurekstri.

Guðbjörg Glóð Logadóttir, stofnandi og eigandi Fylgifiska, fékk hvatningarverðlaun fyrir áhugavert frumkvöðlastarf og Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hlaut þakkarverðlaun fyrir áhugvert ævistarf. Það voru Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og Birna Einarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Glitni sem afhentu verðlaunin.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024