Hulda Bjarnadóttir nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs

Hulda Bjarnadóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands af Kristínu S. Hjámtýsdóttur sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Um leið og við þökkum Kristínu innilega fyrir vel unnin störf í þágu millilandaráðanna bjóðum við Huldu velkomna til starfa.

Hulda hefur undanfarin fimm ár starfað sem framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum félags- og fyrirtækjastjórnum. Hulda hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og jafnframt hefur hún unnið við ráðgjöf og kennslu í almannatengslum og viðburðastjórnun fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Hulda er með BSc í viðskiptafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Tengt efni

Þriggja daga helgi

Hlutfall vinnu og frítíma er ekkert náttúrulögmál, en stytting vinnutíma þarf að ...
6. sep 2022

Gunnlaugur Bragi til Viðskiptaráðs

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á ...
16. ágú 2021