Viðskiptaráð Íslands

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Haraldur Ingi Birgisson hefur verið ráðinn sem lögfræðiráðgjafi hjá Viðskiptaráði Íslands. Haraldur mun ljúka meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík í vor. Hann hefur áður starfað hjá Landsbankanum og Sparisjóði Kópavogs.

Davíð Þorláksson, sem verið hefur lögfræðingur Viðskiptaráðs frá 2005, hefur horfið til annarra starfa hjá nýjum fjárfestingabanka, Askar Capital hf., sem er að stærstum hluta í eigu Milestone. Áður en hann gekk til liðs við Viðskiptaráð starfaði hann m.a. hjá Íbúðalánasjóði.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024