Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn.
Jón Birgir Eiríksson er nýr sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að málefnastarfi ráðsins, svo sem lögfræðistörfum og skrifum. Auk þess mun hann taka þátt í útgáfustarfi ásamt öðrum daglegum störfum ráðsins.
Jón Birgir er með BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og starfaði áður sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Árin 2014-2015 var Jón Birgir formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Hann hefur þegar hafið störf.
Sverrir Bartolozzi hagfræðingur er nýr sérfræðingur greiningum hjá Viðskiptaráði. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að málefnastarfi og útgáfu ráðsins, svo sem hagfræðilegum greiningum og skrifum. Auk þess mun hann taka þátt í öðrum daglegum störfum ráðsins.
Sverrir er að ljúka M.Sc. gráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics and Political Science auk þess að vera með B.Sc. gráðu í sömu greinum frá Háskólanum í Reykjavík. Sverrir hefur sinnt dæmatímakennslu í Háskólanum í Reykjavík og unnið sumarstörf fyrir Júpiter rekstrarfélag og Landsbankann.