Viðskiptaráð Íslands

Forsætisráðherra Svíþjóðar heimsækir VÍ

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, kom í stutta opinbera heimsókn til Íslands í gær. Hann kom til landsins um morguninn og hélt til hádegisfundar með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Eftir fund sinn með forsætisráðherranum heimsótti Reinfeldt skrifstofur Viðskiptaráðs Íslands þar sem hann ræddi framrás íslenskra fyrirtækja við stjórnendur úr atvinnulífinu. Ásamt Reinfeldt sátu fundinn Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs, Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings og Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík.

Í kjölfarið var haldinn stuttur blaðamannafundur þar sem meðal annars kom fram að Frederik Reinfeldt telji Svía geta lært ýmislegt af hinni íslensku útrás. Eftir fund sinn í Viðskiptaráði Íslands hélt forsætisráðherran aftur til Svíþjóðar.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024