Viðskiptaráð Íslands

Fjölmiðlafundur Viðskiptaráðs Íslands og Glitnis

Viðskiptaráðs Íslands, í samstarfi við Glitni, kynnti niðurstöður könnunarinnar IMD-viðskiptaháskólans um samkeppnishæfni hagkerfa fyrir fjölmiðlum í dag. Ennfremur voru kynntar mögulegar aðgerðir til að bæta stöðu íslensks hagkerfis í alþjóðlegu samhengi.
 
Dagskrá fundarins var sem hér segir:
 
Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs, fór yfir mikilvægi úttektar IMD fyrir íslenskt viðskiptalíf fjallaði um stöðu og horfur næstu mánaða.
 
Frosti Ólafsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöður könnunar IMD. Þar kom fram á hvaða sviðum Ísland hefur verið að bæta sig og á hvaða sviðum hagkerfið hefur fallið milli ára. Einnig var greint frá helstu styrkleikum hagkerfisins ásamt þeim veikleikum sem hér eru til staðar.
 
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, kynnti m.a. mögulegar aðgerðir til að bæta enn frekar stöðu Íslands í alþjóðlegu hagkerfi. 
 
Glærur fundarins má nálgast hér.

Tengt efni

Björn Brynjúlfur í stjórn HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024