Viðskiptaráð Íslands

Fréttatilkynning: Ísland heldur sæti sínu sem fjórða samkeppnishæfasta hagkerfi heims

Viðskiptaráð Íslands og Glitnir kynntu í dag niðurstöður IMD-viðskiptaháskólans í Sviss um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði.

Samkvæmt könnuninni, sem tekur til yfir 300 þátta, er Ísland fjórða samkeppnishæfasta hagkerfi heims og það samkeppnishæfasta í Evrópu. Bandaríkin, Hong Kong og Singapúr lentu í fyrstu þremur sætunum. Þróunin hefur verið Íslandi hagfelld síðustu ár og landið hefur verið á meðal efstu þjóða allt frá árinu 2003.

Íslenskt viðskiptalíf og stjórnvöld hafa sameiginlega hagsmuni af því að á Íslandi sé sköpuð traust umgjörð um rekstur fyrirtækja og sameiginlega viljum við bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Viðskiptaráð Íslands annaðist framkvæmd könnunarinnar hérlendis en Glitnir veitir ráðinu liðveislu við framkvæmd hennar.

Fram kom í máli Erlendar Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs Íslands, að mikilvægt væri að erlendar stofnanir og fagaðilar fjölluðu um íslenska hagkerfið á hlutlausan hátt. Hann áréttaði að sama skapi mikilvægi þess fyrir efnahagslífið að geta bent á niðurstöður erlendra alþjóðastofnana þegar Ísland er kynnt erlendis. Hann tók sérstaklega fram að niðurstöðurnar væru mikilvægt veganesti við kynningu landsins fyrir erlendum fjárfestum og greiningaraðilum.

Á fundinum kom fram að mat Viðskiptaráðs væri það að mikil sóknarfæri væru til að bæta stöðu Íslands og koma því ofar á listann. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að minnka afskipti sín af atvinnulífinu og gefa því svigrúm til að setja sjálfu sér í auknum mæli reglur og fylgja þeim eftir.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands í síma 695-2241.

Smelltu hér til að sækja kynningu af fundinum.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024