Viðskiptaráð Íslands

Fundur norrænna viðskiptaráða

Nú um helgina var haldinn fundur Viðskiptaráða Norðurlandanna. Á fundinn mættu fulltrúar frá öllum helstu viðskiptaráðum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmerkur auk Viðskiptaráði Íslands.

Á fundinum voru rædd samnorræn hagsmunamál og starfsemi viðskiptaráða hvers lands var kynnt. Meginályktun fundarins var eftirfarandi: “Fulltrúar þingsins hvetja norræn stjórnvöld til að styrkja samstarf sín á milli við innleiðingu laga og reglugerða er varða viðskiptaumhverfið.”

Auk fundarhalda voru haldnar margvíslegar kynningar á íslensku viðskiptalífi, menntun og menningu. Hópurinn heimsótti forsætisráðherra Íslands í Þjóðmenningarhúsið, heimsótti og fræddist um bláa lónið, skoðaði Nesjavallavirkjun o.m.fl. Næsti árlegi fundur norrænna viðskiptaráða fer Tampere í Finnlandi.


Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024