Dagana 21. 23. ágúst var árlegur fundur Viðskiptaráða Norðurlandanna haldinn í Tampere, Finnlandi. Efni fundarins að þessu sinni var alþjóðavæðingin og áhrif hennar á innviði Norðurlandanna. Það var ályktun fundarins að alþjóðavæðingin þyrfti að hefjast heima fyrir með því m.a. að auðvelda aðfluttum einstaklingum að aðlagast nýju heimalandi og með því að efla tungumálakennslu í skólum. Það var einnig ályktun fundarins að frjálsræði í viðskiptum og opin hagkerfi myndu efla jafnræði og lýðræði.
Tilkynninguna í heild sinni má nálgast hér.