Tæplega 200 manns mættu á morgunverðarfund Viðskiptaráðs á Hilton Reykjavík Nordica nú í morgun. Þar fór Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, yfir stöðu efnahagsmála í tilefni af útgáfu Peningamála nú nýverið. Yfirskrift fundarins var Hvenær lækka vextir?. Friðrik Már Baldvinsson forstöðumaður Rannsóknarstofnunar um fjármál við HR stýrði fundinum og í panel sátu Björn Rúnar Guðmundsson forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Fundinn setti Frosti Ólafsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.