Viðskiptaráð Íslands

Lækkun tekjuskatts á fyrirtæki öflugt framtak

Það er bæði æskilegt og jákvætt að hið opinbera sé tilbúið að færa kaupmátt úr eigin höndum í hendur atvinnulífs og einstaklinga. Viðskiptaráð Íslands fagnar því áformum ríkisstjórnarinnar að lækka tekjuskatt fyrirtækja úr 18% í 15%, en lækkun álagningar á fyrirtæki hefur verið eitt helsta baráttumál ráðsins um árabil. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar er enn fremur til þess fallinn að styðja við hugmyndir sem fram hafa komið um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð.

Jákvæð áhrif skattalækkana á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og skattheimtur hins opinbera verða ekki dregin í efa. Lægra skatthlutfall ýtir undir örari vöxt og aukna framleiðni ásamt því að leiða frekar til þess að fyrirtæki sjái sér hag í að setjast hér að – sem hefði þau áhrif að breikka skattstofninn. Allir þessir þættir vinna gegn samdrætti í skatttekjum ríkisins.

Það er hins vegar afar mikilvægt að hið opinbera dragi markvisst saman seglin samhliða þensluhvetjandi áhrifum boðaðra aðgerða til að vega upp á móti þeim eftirspurnarþrýstingi sem auknum kaupmætti fylgir. Mikilvægt er að grunnstoðir hagkerfisins séu samstíga í aðgerðum sínum og að almenn starfsemi og sértækar aðgerðir hins opinbera stuðli að sem mestu efnahagslegu jafnvægi. Til að jákvæð skref reynist ekki feilspor þurfa því fjármál hins opinbera að vinna kerfisbundið gegn sveiflum og styrkja sameiginlega ábyrgð Seðlabankans og stjórnvalda á verðbólgumarkmiðinu.

Frekari upplýsingar veita:
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri
Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur
Frosti Ólafsson, hagfræðingur

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026