Viðskiptaráð Íslands

Stöndum vörð um árangur á vinnumarkaði

Á meðan kaupmáttur í kringum okkur rýrnar stendur hann í stað Íslandi

Launavísitala Hagstofu Íslands hefur hækkað um tæp 10% frá því lífskjarasamningar runnu sitt skeið. Þrátt fyrir aukna verðbólgu hefur kaupmáttur einungis lítillega raskast. Þegar þróunin hérlendis er borin saman við önnur ríki kemur í ljós hversu mikill árangurinn er í raun og veru, en á Íslandi hefur tekist að bæta kaupmátt almennings langt umfram samanburðarlöndin.

Margfaldur kaupmáttarvöxtur á Íslandi

Kaupmáttur launa hefur vaxið um 37% frá árinu 2012 á mælikvarða launa í framleiðslugreinum, sem gjarnan er notaður í alþjóðlegum samanburði. Hækkunin er margföld á við okkar helstu samanburðaþjóðir en árið 2021 var vöxturinn allt að þrefalt meiri en í samanburðarlöndunum.

Þegar þróunin er skoðuð nánar sést að frá árinu 2021 hefur kaupmáttur rýrnað um allt að 9% í samanburðarríkjunum. Þannig hefur launaþróun í undanfarin tvö til þrjú ár ekki haldið í við verðbólgu. Til marks gríðarlegan árangur hefur kaupmáttur hér á landi staðið í stað yfir sama tímabil þrátt fyrir mikla verðbólgu, eitthvað sem öðrum þjóðum hefur ekki tekist.

41a4e8da-5655-4c38-9397-d7cbe5f7829d

Miklar launahækkanir storka verðstöðugleika

Á Íslandi hafa laun að jafnaði hækkað um 6,5% á ári en í samanburðarríkjunum hefur hækkunin verið á bilinu 1,5 – 2,8%. Hækkunin hefur því verið þrefalt meiri hér á landi en að meðaltali á Norðurlöndunum og á Evrusvæðinu. Í eðlilegu árferði hækka laun í takt við verðbólgu og framleiðni. Það á við í flestum samanburðarríkjunum en stundum hækka laun eilítið meira, eða minna. Á Íslandi hafa laun hins vegar hækkað umtalsvert umfram svigrúm framleiðni og verðlags. Þar sker Íslands sig út úr hópi samanburðarríkjanna.

Mikil hækkun launa umfram framleiðni hefur því skapað þrýsting á eftirspurn og verðbólgu enda hafa þau hækkað árlega um tæp 3 prósentustig umfram það sem vænta má af framleiðnivexti og verðbólgumarkmiði Seðlabankans.[1]

03aa67d7-22bc-438e-bd05-8eee88933c23

Þó er engin rós án þyrna og staðreyndin sú að þegar laun hækka umfram þetta svigrúm kemur að endanum að skuldadögum. Afleiðing mikilla launahækkana umfram framleiðni er aukinn verðbólguþrýstingur og getur reynst mjög kostnaðarsamt að storka verðstöðugleika þegar verðbólga mælist enn 8%.

Ástæðan fyrir því að verðbólga og vextir voru ekki hærri en raun ber vitni á tímabilinu 2015 – 2019 var sú að hagfelld ytri skilyrði unnu með okkur en nú er staðan önnur. Liðir sem áður fyrr unnu með okkur eru nú sjálfstæður verðbólguvaldur.

[1] Sjá nánar umfjöllun í Peningamálum Seðlabankans 2022/2.

Tengt efni

Grunnskólamál: hvað segja tölurnar?

Grunnskólakennurum hefur fjölgað hraðar en nemendum undanfarin ár. Þá er …
21. október 2024

Hvað er í fjárlagapakkanum?

Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var lagt fram á dögunum. Samkvæmt því verða útgjöld …
27. september 2024

Meiriháttar munur á færni eftir grunnskóla

Meiriháttar munur var á færni barna eftir grunnskóla árið 2012. Þetta sýna …
13. ágúst 2024