Fulltrúar frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og Viðskiptaráði Íslands undirrituðu síðastliðin föstudag, 4. apríl, samning um starfsnám samkvæmt 13. gr. reglna um meistaranám við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Samkvæmt samningnum samþykkir Viðskiptaráð að bjóða starfsnám fyrir nemendur í meistaranámi við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Námsráð lagadeildar Háskólans í Reykjavík metur umsóknir nemenda um starfsnám hverju sinni. Starfsnám hvers nemanda felur í sér 120 klst. vinnu og skal einingafjöldi fyrir starfsnámið vera metinn af Viðskiptaráði.