Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur: Ókyrrð í efnahagsmálum - markaðsbrestir eða pólitískir brestir

RSE, Viðskiptablaðið og Viðskiptaráð Íslands standa fyrir morgunverðarfundi um efnahagsmál föstudaginn 6. júní nk. í Háskólanum í Reykjavík 3. hæð, kl. 8.15. Dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith Institute í London og höfundur bókarinnar The Best Book on The Market flytur erindi um efnhagsmál, stjórnmál og hið frjálsa hagkerfi.

Dr. Eamonn Butler er hér á landi í boði RSE, en hann hefur nýlega gefið út bókina The Best Book on the Market og undirtitlinum, how to stop worrying and love the free economy. Á heimasíðu Adam Smith stofnunarinnar er haft eftir Butler að hann hafi áttað sig á því þegar hann lærði í hagfræði í háskóla að prófessorarnir hefðu ekki haft á réttu að standa. Með því að líta á fólk eins og vélmenni og reyna að gera hagfræði að vísindum, hafi þeir svipt markaðinn hinum mannlega þætti sem sé einmitt ástæða þess að hann virkar. Því miður hafi mörg slæm stefnumál byggt á þessum slæmu hugmyndum og geri enn. Fram kemur í kynningu á bókinni sé fjallað um mörg grundvallaratriði markaðarins, vöxt þeirra og viðgang. Fjallað sé um kosti sérhæfingar, um samkeppni og um siðferði markaðarins.

Butler ræðir á fundinum um hugmyndir sínar í samhengi við atburði í alþjóðlegu efnahagslífi undanfarin misseri og ástandið í dag.

Fundarstjóri er Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Fundargjald með morgunverði kr. 1.500.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026